9. Vökvareykir

Vökvareykir þykir reykta bragðið gott, hann státar sig af því að ná fram ekta birkireyktu bragði fyrir jólamatinn og reykir gulrætur, eggaldin og tófú í ofninum sínum.

Vísa eftir Gunnar L Jóhannsson, Hlíð Ólafsfirði um Vökvareyki:

Vökvareykir níundi, nú nálgast blessuð jól.
Nafnið ber með rentu en ástæðuna fól.
Allan mat hann setti í saltpækil með bragði
sem að fæst úr reyk, hann um það lengi þagði.
All Posts
×