Kæru Grænkerar - gleðilegt nýtt ár og gleðilegan Veganúar 2026!
Við þökkum ykkur fyrir árið sem er að líða. Við höfum gert margt skemmtilegt saman, spilakvöld, páskabingó, pálínuboð, veganfestival o.fl. o.fl.
Við kynnum til leiks nýja ofurhetju: DÝRA dýravin!
Dýri tekur höndum saman með Veru Vegan og berjast þau saman fyrir réttindum þeirra sem geta ekki varið sig sjálf; sjávar- og landdýr. Ósk okkar er að Vera og Dýri vekji athygli fólks og þar af leiðandi hvetji til samtals um meðferð dýra og HVER er á disknum okkar.
Megi nýja árið byrja af ofurkrafti og ofurbjartsýni - eins og hetjurnar okkar ætla að hefja 2026.

Skráning í Veganúar 2026 er hafin og við hvetjum ykkur öll sem takið þátt til að skrá ykkur, þótt þið séuð vegan allt árið. Skráning fer fram á https://www.veganuar.graenkeri.is. Líkt og í fyrri ár eru þátttakendur skráðir í happdrætti og verða nokkur heppin dregin út í lok mánaðar.
Við viljum einnig hvetja ykkur til að skrá ykkur í Veganúar hjá systursamtökum okkar í Bretlandi inn á veganuary.com
Inn á Veganúar heimasíðunni er hægt að sjá þá viðburði sem verða í ár - við byrjum á Trúnó & Spjalli 7. janúar kl. 17 á Plöntunni Bistro, Norrænahúsinu. Aðrir viðburðir eru Pub Quiz, Málþing, Krakkabíó og Pálínuboð. Fyrir neðan er viðburðadagatalið en nánari upplýsingar um viðburðina má finna á Facebook viðburðum samtakanna.
Við hlökkum til að sjá ykkur og búa til nýjar grænar minningar!
Græn og væn kveðja, fyrir hönd SGÍ,
Kristín Helga - Varaformaður.
