• Um Samtök grænkera

  "The time is always right to do what is right" - Martin Luther King

  Tilgangur

  Samtök grænkera eru samtök þeirra sem forðast að neyta dýraafurða. Tilgangur samtakanna er að veita fræðslu um mikilvægi veganisma og minnka eftirspurn eftir dýraafurðum.

  Helstu verkefni

  • Standa fyrir fjölbreyttum viðburðum fyrir grænkera, áhugamanna og velunnara, og stuðla að auknum tengslum og kynnum grænkera. 
  • Standa fyrir virkri fræðslu og upplýsingagjöf til grænkera og annara með uppbyggingu vefsíðu, opnum viðburðum, útgáfu fræðsluefnis, fyrirlestrum, kynningu í fjölmiðlum, í skólum, á vinnustöðum o.fl. 
  • Gefa út hnitmiðað fræðsluefni fyrir matvælaframleiðendur, veitingarstaði, matreiðslumenn o.fl. um þjónustu við grænkera og koma því markvisst á framfæri. 
  • Stunda virka hagsmunagæslu og aðhald t.d. með þrýstingi á framleiðendur, innflytjendur og verslanir, með fyrirspurnum og greinargerðum til hins opinbera, með álitsgjöf varðandi lagafrumvörp og reglugerðir, með fréttatilkynningum til fjölmiðla um brýn hagsmunamál o.m.fl. 
  • Finna leiðir til að aðstoða fólk við að gerast grænkerar, t.d. með því að búa til aðlögunarkerfi eða leiðbeiningar um fyrstu skrefin, með hvatningarfundum, fræðsluefni og öðrum leiðum. 
  • Leita leiða til að bæta og auka grænmetis- og veganmerkingar neysluvara og matseðla og athuga jafnframt forsendur þess að gerast vottunaraðili á Íslandi. 
  • Félagið veiti athygli á því og viðurkenni það sem vel er gert sem samræmist markmiðum félagsins. 
  • Styrkja og styðja við vegan aðgerðarsinna á Íslandi.

  Reikningsnúmer og kennitala

  Reikningsnúmer samtakanna er: 526-26-600613
  Kennitala samtakanna er: 600613-0300

   

   

 • Teymið okkar

  Valgerður Árnadóttir

  Formaður

  Vigdís Fríða

   

  Varaformaður

  Grétar Guðmundsson

  Gjaldkeri

  Vigdís Andersen

   

  Ritari

  Eydís Blöndal

   

  Meðstjórnandi

  Lowana Veal

   

  Meðstjórnandi

  Elísa Snæbjörnsdóttir

  Meðstjórnandi

  Björk Gunnarsdóttir

  Meðstjórnandi

  All Posts
  ×