• Umhverfisvernd

 • Heimildarmyndir

  "Earth provides enough for every man's need but not for every man's greed"

  - Mahatma Gandhi

  Núna er tíminn!

  Börnin okkar eru síðasta kynslóðin sem hefur tækifæri til að koma í veg fyrir yfirvofandi, hnattræn áhrif náttúruhamfara eins og fátækt, fæðuskort, vatnsskort, flótta og flóð vegna gróðurhúsaáhrifanna.

  Viðvörun frá Sameinuðu þjóðunum

  Framleiðsla dýraafurða valda meiri gróðurhúsaáhrifum en allur samgönguflotinn til samans. Sameinuðu þjóðirnar hafa hvatt þegna sína til að draga úr neyslu dýraafurða. Sjá skýrsluna þeirra hér.

  Dýrafurðir sóa náttúruauðlindum

  Til að rækta eina hitaeiningu af kjöti þarf mun meira land, vatn og jarðefnaeldsneyti heldur en til þess að rækta eina hitaeiningu af plöntufæði. www.cowspiracy.com

  Lausaganga búfjár

  Herdís Þorvaldsdóttir ræðir við sérfræðinga um lausagöngu búfjár. Samkvæmt myndinni hefur lausagangan breytt landinu okkar í stærstu eyðimörk Evrópu.

   

  Ofveiði

  Fiskurinn er að klárast og afleiðingarnar fyrir jörðina verða ekki góðar.

 • Vegan fyrir umhverfið

  Gróðurhúsaáhrifin

  Jörðin okkar er komin á eindaga. Sameinuðu þjóðirnar tilkynntu í nóvember 2014 að ef við hættum ekki að spúa gróðurhúsaalofttegundum fyrir næstu aldamót, þá meigum við eiga von á harkalegum, óafturkræfanlegum umhverfisspjöllum. Nú þegar eru jöklar byrjaðir að bráðna sem veldur auknum eldgosum og breytingum á sjávarmáli. Þetta þýðir í rauninni að börnin okkar eru síðasta kynslóðin sem hefur tækifæri til að koma í veg fyrir yfirvofandi, hnattræn áhrif náttúruhamfara eins og fátækt, fæðuskort, vatnsskort, flótta og flóð.

  Dýraafurðir valda meiri gróðurhúsaáhrifum en allur samgönguflotinn samanlagður

  Árið 2006 gáfu Sameinuðu þjóðirnar út skýrslu sem segir að framleiðsla dýraafurða mengar andrúmsloftið meira en allur samgönguflotinn til samans. Því má segja að það hafi meiri jákvæð áhrif á loftslagið að hætta að borða kjöt heldur en að leggja fjölskyldubílnum. Í heildina er framleiðsla dýraafurða ábyrg fyrir um 18% af útblástri gróðurhúsalofttegunda. Framleiðsla dýraafurða á einnig þátt í landeyðingu, ofbeit, orkusóun, eyðingu skóga og hnignun lífræðilegs fjölbreytileika. Samkvæmt heimildarmyndinni Fjallkonan hrópar á vægð er Ísland ekki undanskilið. Þvert á móti á sauðfjárrækt þátt í að breyta Íslandi í stærstu manngerðu eyðimörk Evrópu.

  Matvælasóun og auðlindasóun

  Framleiðsla dýraafurða stuðlar að sóun verðmætra náttúruauðlinda. Til að rækta eina hitaeiningu af kjöti þarf mun meira land, vatn og jarðefnaeldsneyti heldur en til þess að rækta eina hitaeiningu af plöntufæði. Sem dæmi þarf um sextán kíló af dýrafóðri (plöntum) til að framleiða eitt kíló af nautakjöti. Meirihluti ræktaðs lands á jörðinni er notað í ræktun dýrafóðurs í stað matar til manneldis. Sumar þjóðir ættu frekar að vera að rækta korn, baunir, grænmeti eða ávexti fyrir landa sína. Við erum í bókstaflegri merkingu að fleygja fæðunni fyrir svínin í stað þess að fæða svanga munna. Það má hafa í huga að hluti af dýrafóðri á Íslandi er innflutt. Þannig höfum við Íslendingar bein áhrif á það hvað ræktað er annars staðar á jörðinni. Verksmiðjubúin á Íslandi valda einnig umhverfisvandamálum í sínu nánasta umhverfi. Svínum eru gefin breiðvirk sýklalyf sem eiga þátt í að skapa svokallaðar ofurbakteríur sem eru ónæmar fyrir sýklalyfjum. Nú þegar hafa orðið dauðsföll af völdum svínabaktería í Danmörku.

  Fiskveiðar

  Þrátt fyrir það yfirlýsta markmið íslenskra stjórnvalda að vera leiðandi í málefnum hafsins og fyrirmynd annarra þjóða hvað varðar fiskveiðar, þá á Ísland ekki aðild að fjölmörgum alþjóðasamningum um mengun sjávar frá skipum. Ísland framfylgir heldur ekki öllum þeim samningum sem þegar hafa verið staðfestir. Ríkisendurskoðun hefur sent Alþingi skýrslu um málið og hvetur til úrbóta. Sjá Fréttablaðið, 4. desember 2014. Vissir þú að um 43% afla íslendinga kemur frá botnvörpuveiðum sem skaða sjávarbotninn og heimkynni fiska?

  Kjötneysla er komin að þolmörkum jarðarinnar

  Árið 2010 gáfu Sameinuðu þjóðirnar út aðra skýrslu þar sem útskýrt var að vestrænar matarvenjur væru ekki sjálfbærar. Þau lýstu áhyggjum yfir að árið 2050 yrði mannfjöldi og kjötneysla hans komin að þolmörkum og að við munum neyðast til að minnka kjötneyslu okkar umtalsvert ef við ætlum að fæða alla jarðarbúa.
   

  All Posts
  ×