
Erlend dýraathvörf
Engin formleg dýraathvörf eru á Íslandi en þó nokkur eru erlendis - hér eru nokkur dæmi
Farm Sanctuary
Björgun dýra úr verksmiðjubúskap
Var stofnað í Bandaríkjunum árið 1986. Tveir aktívistar opnuðu vegan pylsuvagn og söfnuðu fé til að opna athvarf fyrir húsdýr. Fyrsta dýrið í athvarfinu var kindin Hilda. Farm Sanctuary hefur bjargað þúsundum dýra. Þau fræða almenning um verksmiðjubúskap og eðlilegt atferli dýra. Húsdýraathvörf sem þessi eru staðsett um allan heim og eru skemmtilegir staðir að heimsækja.
Júlía og grísirnir hennar
Líf í friði og sátt
Júlíu var bjargað ásamt grísunum sínum frá verksmiðjubúi þar sem hún var lokuð inní búri, rétt eins og gerist á Íslandi. Nú eru Júlía og grísirnir óaðskiljanleg fjölskylda sem nýtur lífsins í dýraathvarfi.
Björgun Nikky
Frelsi frá innilokun og ítrekuðum tæknisæðingum
Susie Coston segir frá björgun Nikky. Gyltur eru haldnar í búrum á hörðu gólfi þar sem þær geta ekki sinnt grísunum sínum eða hreyft sig eðlilega. Sama á við um verksmiðjubúin á Íslandi því miður. Susie útskýrir einnig að gyltur eru góðar mæður sem kremja ekki grísina sína í sínu eðlilega umhverfi.
Skráning í Samtök grænkera
Hjálpaðu okkur að gera húsdýraathvarf að veruleika
Ásamt stjórn koma fjölmargir sjálfboðaliðar að starfi samtakanna.
Vilt þú aðstoða samtökin? Hafðu samband við okkur! [email protected]

