7. Tófúpressir

Felið tófúið! Hann Tófúpressir er að koma til byggða, hann er stór og sterkur enda borðar hann gríðarmikið af tófú, honum finnst það best sem þurrast svo hann pressar úr því vökvann af mikilli kostgæfni.


Vísa um Tófupressi eftir Valgerði Árnadóttur:

Tófupressir sterkastur
Prótín fær hann nóg
Vinnur alla í sjómann
Og leggur hönd á plóg

Hjálpsamur með eindæmum
Hann sendir mönnum snap
Kennir þeim að krydda vel
og pressa tófúið í kapp
All Posts
×