Felið tófúið! Hann Tófúpressir er að koma til byggða, hann er stór og sterkur enda borðar hann gríðarmikið af tófú, honum finnst það best sem þurrast svo hann pressar úr því vökvann af mikilli kostgæfni.
Vísa um Tófupressi eftir Valgerði Árnadóttur:
Tófupressir sterkastur Prótín fær hann nóg Vinnur alla í sjómann Og leggur hönd á plóg
Hjálpsamur með eindæmum Hann sendir mönnum snap Kennir þeim að krydda vel og pressa tófúið í kapp
Samtök grænkera á Íslandi
Veganismi er lífsháttur þar sem leitast er við að útiloka og forðast — eftir fremsta megni — hagnýtingu og ofbeldi gagnvart dýrum, hvort sem það á við um fæðu, fatnað, skemmtun eða aðra neyslu.