6. Berjatína
Í nótt kemur Berjatína til byggða, nýtur hún sín best í Íslenskri náttúru að safna berjum, á veturnar vinnur hún allskonar grænt og vænt hnossgæti úr fjölbreyttri flóru berjana sem hún hefur safnað.
Vísa eftir Þorbjörgu Gísladóttur um Berjatínu:
Sú sjötta Berjatína,
var sko sjón að sjá.
Hún rölti um og tíndi
berin stór og smá.
Stóra körfu á baki bar hún
og fyllti upp að rönd
en gaf svo líka fuglunum
þresti, krumma og önd.