11.Rakakrefur

Hán Rakakrefur er einstaklega rökfast og krefur þá sem á vegi háns verða um rök fyrir neyslu sinni á dýraafurðum. Rakakrefur er aldrei rökþrota og hefur við öllu svar.

Vísa um Rakakref eftir Gunnar L Jóhannsson, Hlíð Ólafsfirði:

Rakakrefur ellefta er víst nokkuð klárt,
allt með rökum metur alveg upp á hár.
Enginn veit með vissu hvert verkefni háns er
en víst er hán nauðsynlegt í samfélagi hér.
All Posts
×