10. E-efnagægir

E-efnagægir er einhverfur og einstaklega næmur á hina minnstu snefilögn af dýraafurðum í tilbúnum vörum, innihaldslýsingar og E-efni eru honum mikil ástríða, stundum lokar hann sig af og gleymir sér tímunum saman yfir smáa letrinu. Hann gengur um gólf og stimmar af miklum krafti þegar hann uppgvötvar eitthvað nýtt og spennandi í rannsóknum sínum.


Hér er vísa eftir Gunnar L Jóhannsson, Hlíð Ólafsfirði:

Tíundi er E-efnagægir undarlegur fýr.
Umbúðirnar skannar að sjá hvað í þeim býr.
Ef þar leynast E-efni hann óðar bregst þá við
& umsvifalaust eyðir þeim svo ekki skaðist þið.
All Posts
×