3. Ljúfur

Ljúfur er sá allra blíðasti og sá sem sá um að temja jólaköttinn, nú étur jólakötturinn ekki lengur börn heldur er hið besta skinn.

Vísa eftir Sædísi Kareni Stefánsdóttur Walker um Ljúf:

Ljúfur var sá þriđji,
Hann um kisurnar sá,
Hann leit á dýr sem vini,
Bæđi stór og smá.

Önnur vísa eftir Sigvalda Ástríðarson:

Ljúfur var sá þriðji
indæll var hann já
Hann knúsaði allar kisur,
ef kostur var þar á.

Ketti, hunda og grísi
elskaði hann eins
Hann lét þau svo í friði
og varð þeim ey til meins.
All Posts
×