12. Plöntuklókur
Plöntuklókur greinir plöntur á augabragði og ræktar þær af natni í margvíslegum tilgangi, í fatnað, til lækninga og til átu.
Hér er vísa eftir Þorbjörgu Gísladóttur um Plöntuklók:
Plöntuklókur, sá tólfti,
unni blómum heitt.
Hann gekk um græna grundu
og tíndi eitt og eitt.
Hann þekkti allan gróður
og ræktaði af ást.
Hann átti fallegasta garðinn
sem nokkurn tíma sást.