S A M Þ Y K K T I R
með breytingum frá aðalfundi 08.11.2018
1. gr.
Félagið heitir Samtök grænkera á Íslandi, sem á ensku legst út sem:
The Icelandic Vegan Society.
2. gr.
Heimili og varnarþing félagsins er á höfuðborgarsvæðinu.
3. gr.
Tilgangur Samtaka grænkera á Íslandi er að stuðla að jákvæðri ímynd og fjölgun grænkera, standa vörð um hagsmuni þeirra og vinna að því að fjölga nauðsynja- og neysluvara án dýraafurða.
4. gr.
Tilgangi sínum hyggst félagið ná með eftirfarandi hætti:
5. gr.
Gildi félagsins eru: Fræðsla, jákvæðni, virðing og ábyrgð.
Þau skulu í hávegum höfð í allri starfsemi samtakanna,
bæði í innra starfi og út á við.
6. gr.
Félagsaðild er opin öllum sem vilja styðja við málstað félagsins.
7. gr.
Starfstímabil félagsins er almanaksárið.
Á aðalfundi skal stjórn gera upp árangur liðins árs.
Aðeins félagsmenn mega vera þáttakendur á aðalfundi.
8. gr.
Aðalfund skal halda eigi síðar en 1. apríl ár hvert og skal boða til hans með að minnst tveggja vikna fyrirvara með sannanlegum hætti.
Aðalfundur er löglegur, sé rétt til hans boðað.
Einfaldur meirihluta mættra félagsmanna ræður úrslitum mála.
Dagskrá aðalfundar skal vera sem hér segir:
1. Kosning fundarstjóra og fundarritara
2. Skýrsla stjórnar lögð fram
3. Reikningar lagðir fram til samþykktar
4. Lagabreytingar
5. Ákvörðun félagsgjalds
6. Kosning stjórnar
7. Önnur mál
9. gr.
Stjórn félagsins skal skipuð formanni, varaformanni, gjaldkera, ritara og að hámarki 4 meðstjórnendum sem kosnir eru á aðalfundi.
Hver stjórnarmeðlimur er kosinn til tveggja ára, helmingur annað hvert ár. Á aðalfundi 2018 er formaður, gjaldkeri og einn meðstjórnandi kosinn til 2 ára og varaformaður, ritari og einn meðstjórnandi kosinn til árs.
Formaður boðar til funda. Firmaritun er í höndum meirihluta stjórnar. Stjórn félagsins fer með málefni félagsins milli aðalfunda og hefur umsjón með málefnastarfi félagsins.
Stjórn gætir þess að starfsemi allra hópa samræmist tilgangi og markmiðum félagsins. Innan félagsins skulu starfræktir málefnahópar sem hver um sig vinnur að ákveðnu markmiði eða málefni félagsins.
Félagsmenn gera tillögu um hópa á hverjum aðalfundi. Fjöldi hópa og viðfangsefni þeirra getur breyst eftir aðstæðum. Á aðalfundi eru hópar samþykktir og formenn þeirra kosnir með atkvæðagreiðslu.
Hver hópformaður tekur jafnframt við hlutverki meðstjórnanda í stjórn félagsins.
Á aðalfundi bjóða félagsmenn fram krafta sína í málefnahópa og er þáttaka samþykkt eða henni hafnað með atvkæðagreiðslu.
10. gr.
Ákvörðun um félagsgjald er tekin á aðalfundi.
11. gr.
Rekstrarafgangi/hagnaði af starfsemi félagsins skal varið til verkefna sem styðja grundvallarmarkmið félagsins samkvæmt ákvörðun stjórnar.
12. gr.
Sé ákveðið að slíta félaginu skal boða tafarlaust til aðalfundar innan þriggja vikna þar sem kosið verður um slit félagsins.
Ef starfsemi félagsins leggst niður skal boða til annars aðalfundar innan 3 vikna frá sliti félagsins og kjósa á honum hvert eignir félagsins fara.
Atkvæðagreiðsla skal vera skrifleg.
13. gr.
Vantraustyfirlýsing á stjórn félagsins skal berast henni skriflega, undirrituð af minnst 20% félagsmanna sem hafa verið gildir félagsmenn í a.m.k. ár.
Skal stjórn boða til félagsfundar innan 3 vikna.
Vantraustyfirlýsing skoðast samþykkt ef félagsfundur er ályktunarhæfur og meira en 2./3 fundarmanna greiða atkvæði sitt með henni.
Ef yfirlýsingin er samþykkt skal kjósa nýja stjórn eins og á aðalfundi.
Atkvæðagreiðsla skal vera skrifleg.
Lög þessi voru samþykkt á stofnfundi 4. maí 2013 með breytingum sem samþykktar voru á aðalfundi 8. nóvember 2018.