4. Þarasmjatta

Hún Þarasmjatta elskar söl og þara, hún gleymir sér tímunum saman í íslenskum fjörum við að safna þessu hnossgæti í alla vasa.

Vísa eftir Huldu B Waage um Þarasmjöttu:

Þarasmjatta í algín skóm
Í fjöru sig hún faldi
Hún borðaði betur en þessi bræðraflón
Sem hún þöngulhausa taldi

Hún fjórða kom til byggða
Með þarapakka tryggða
Hún vildi gefa börnum joð
Svo þau yrðu hress fyrir jólaboð

Önnur vísa eftir Birki Stein Erlingsson:

Þarasmjatta friðsæl er
hvölum gefur von.
Eigi hræðist skipaher
leiddan af Loftsson.
All Posts
×