13. Smjörlíkir

Smjörlíkir er mikill sælkeri sem notar smjörlíki í stað smjörs í allskyns matargerð og bakstur, hann bakar dásamlegar kökur með litríku smjörkremi handa öllum grænkerum svo þau fari ekki á mis við eftirréttina í jólaboðunum.

Hér er vísa eftir Gunnar L Jóhannsson, Hlíð Ólafsfirði:

Sá þrettándi er Smjörlíkir smekklegur og klár.
smeygir sér í eldhúsin ekki ráðafár.
Smjörlíkið á pönnuna hann skefur ei við nögl
skellir vegansteik á hana og mulin piparhögl.
All Posts
×