Return to site

Sameining og heiðursmeðlimur

Samtök grænmetisæta og Vegan samtökin sameinast

broken image

Stjórnin heiðrar Sigurð Herlufsen
með heiðursmeðlima aðild

8. nóvember síðastliðinn sameinuðust Samtök grænmetisæta á Íslandi og Vegan samtökin undir nýju nafni; Samtök grænkera á Íslandi.

 

Að því tilefni ákváðu ný samtök að veita Sigurði Herlufsen heiðursnafnbót og gera hann að heiðursmeðlim samtakanna en Sigurður á heiður að orðinu grænkeri sem er fallegt íslenskt orð yfir þau sem aðhyllast plöntufæði en sjálfur hefur hann ekki borðað kjöt síðan 1955 og er okkur sannarlega fyrirmynd.

 

Samtök grænkera eru samtök þeirra sem forðast að neyta dýraafurða. Tilgangur samtakanna er að veita fræðslu um mikilvægi veganisma og minnka eftirspurn eftir dýraafurðum.

Hér má kynna sér og skrá sig í samtökin:
http://www.graenkeri.is/um-samtokin

 

Á fyrstu mynd má sjá frá vinstri Vigdísi Andersen gjaldkera, Tinnu Björg Hilmarsdóttur ritara, Valgerði Árnadóttur meðstjórnanda, Sigurð Herlufsen heiðursmeðlim, Benjamín Sigurgeirsson formann, Birki Stein varaformann og Lowana Veal meðstjórnanda.