Return to site

Hvatningarverðlaun 2018

Samtök grænkera á Íslandi (áður Samtök grænmetisæta á Íslandi) hafa veitt árlega hvatningarverðlaun til tveggja fyrirtækja sem eru framúrskarandi í framboði á valkostum fyrir grænkera á Íslandi.

Vegan búðin

Vegan búðin er ný netverslun. Þau bjóða uppá girnilega pakka af fjölbreyttu góðgæti fyrir grænkera og sælkera auk ýmisskonar sérvöru. Endilega kíkið á þetta frábæra framtak inná www.veganbudin.is

Á myndinni má sjá: frá vinstri varaformann S.G.Í. Birki Stein Erlingsson, Magnús Reyr og Sæunn Ingibjörg eigendur Vegan búðarinnar og að lokum formaður S.G.Í. Benjamín Sigurgeirsson.

broken image

Veganæs

Veganæs opnaði í ár á Gauknum þar sem þau bjóða eingöngu uppá unaðslegt vegan ljúfmeti sem fæst hvergi annarsstaðar sem og að bjóða uppá öruggt svæði fyrir grænkera í samstarfi við Gaukinn.

 

Á myndinni má sjá: frá vinstri ritari S.G.Í. Tinna Hilmarsdóttir, Krummi Björgvinsson og Linnea Hellström eigendur Veganæs og að lokum Vigdís Andersen gjaldkeri.

broken image