Return to site

Ný stjórn eftir aðalfund 2021

Aðalfundur SGÍ var haldinn 28. október síðastliðinn á Hannesarholti

Á aðalfundi samtakanna voru samþykkt ný lög sem sjá má hér.

Samþykkt var að fækka stjórnarmeðlimum úr 8 í 6 og taka út embætti varaformanns, við erum þó sjö stjórnarmeðlimir fyrsta árið eftir breytingar þar til tímabil þeirra fjögurra sem voru í stjórn rennur út á næsta aðalfundi 2022.

Þrjú buðu sig fram í stjórn samtakanna og fundurinn samþykkiti þau öll.

Við bjóðum velkomin þau:

Birtu Ísey Brynjarsdóttur

Axel F. Friðriks

Jóhannes Árnason

Framundan er mikið um að vera, jólaverurnar fara fljótlega á kreik og svo tekur við veganúar með pompi og pragt í janúar og vonum við að við getum eitthvað hist í raunheimum þetta árið.