Return to site

Aðalfundur 2020 og ný stjórn

Aðalfundur samtakanna var haldinn 28. september síðastliðinn og þar var kosin ný stjórn

Fundurinn var haldinn á Hallveigarstöðum og á fjarfundakerfi zoom.

1. Kosning fundarstjóra og fundarritara

Benjamín Sigurgeirsson einróma samþykktur sem fundarstjóri og Vigdís Fríða sem fundarritari.

2. Skýrsla stjórnar lögð fram

Benjamín Sigurgeirsson, fráfarandi formaður fór yfir það sem hefur drifið á daga félagsins síðan á síðasta aðalfundi.

3. Staðfesting á fjármálum samtakanna

Vigdís Andersen, gjaldkeri leggur fram ársreikning yfir 2019. Hann var samþykktur samhljóða.

Aðalfundur samþykkir reikninginn einróma.

4. Kosning um viðurkenningar á vegum samtakana

Tvær tillögur lagðar til og báðar samþykktar samhljóða, verður kynnt síðar.

5. Kosning til stjórnar

Valgerður Árnadóttir, formaður, kjörin til tveggja ára.

Vigdís Fríða, varaformaður, kjörin til eins árs.

Grétar Guðmundsson, til gjaldkera, kjörinn til tveggja ára.

Vigdís Andersen, til ritara, kjörin til eins árs.

Eydís Blöndal meðstjórnandi

Björk Gunnarsdóttir meðstjórnandi

Lowana Veal meðstjórnandi

Elísa Snæ heldur áfram í stjórn og á ár eftir af setu sinni.

Stjórnin kosin og samþykkt samhljóða.

Á fyrsta fundi nýrrar stjórnar sem haldinn var 19 október var Vigdís Andersen kosin til embættis ritara og gegnir því næsta árs 2021.

Við viljum þakka fráfarandi formanni Benjamín Sigurgeirssyni innilega fyrir metnaðarfullt og öflugt starf í þágu samtakanna síðastliðin 3 ár. Við óskum honum velfarnaðar í öllu sem hann tekur sér fyrir hendur og viljum nota tækifærið og deila með áhugasömum nýjasta verkefni hans sem er íslenskuþýðing og útgáfa bókarinnar "Frelsun dýra" eftir Peter Singer.

Endilega nælið ykkur í eintak þessa meistaraverks hér! https://www.karolinafund.com/project/view/3015

Einnig viljum við þakka fráfarandi meðstjórnendum Ragnheiði Axel, Gerði Ólafsdóttur og Aldísi Björg Ólafsdóttur fyrir störf sín.

broken image

Mynd: Fyrsti fundur nýrrar stjórnar 19. október 2020