Return to site

Stjórn Samtakanna fór á fund Umhverfisráðherra

Benjamín, Valgerður og Vigdís Fríða úr stjórn SGÍ hittu Guðmund Inga Guðbrandsson umhverfisráðherra á föstudaginn var.

Við ræddum m.a. um helstu ástæður þess að fólk velur að vera vegan, okkar áherslur í starfi, aukningu veganisma á Íslandi og mikilvægi þess að stjórnkerfið líti á okkur sem hagsmunaaðila!

Guðmundur Ingi tók vel í okkar hugmyndir og styður að sjálfsögðu aukna grænmetisrækt, verndun náttúrunnar og réttindi dýra. Við erum vongóð að hann taki vel í hugmyndir okkar og taki athugasemdir okkar og umsagnir til greina.

Á þeim nótum er mikilvægt að samtökin stækki í takt við aukningu grænkera á Íslandi.

Ert þú ekki pottþétt skráð/ur í félagið?