Return to site

Sjáið streymið frá vel heppnuðu málþingi

Þann 23 janúar 2020 efndum við í tilefni að Veganúar til málþings um grænmetisrækt, sjálfbærni og nýsköpun á Íslandi.

Við fengum að heyra reynslusögur grænmetisbænda, þingmanna, Landverndar og Samtaka grænkera á málaflokkinn og stefnu ólíkra stjórnmálaflokka.

Málþingið gekk vonum framar og ánægjulegt var að sjá hve mikil þverpólitísk samstaða ríkti um málefnið og að það þyrfti sannarlega að efla þennan málaflokk til muna til að uppfylla loforð okkar í loftslagsmálum, fyrir heilsu og dýralíf.

Benjamín Sigurgeirsson formaður SGÍ flutti ávarp.

Í pallborði voru:
Auður Önnu Magnúsdóttir - framkvæmdarstjóri Landverndar
Vala Pálsdóttir - formaður verkefnastjórnar um mótun matvælastefnu fyrir Ísland
Gunnlaugur Karlsson - framkvæmdarstjóri Sölufélags garðyrkjumanna
Þórður Halldórsson - Garðyrkjustöðin Akur
Hlynur Sigurbergsson - Garðyrkjustöðin Kinn

Eftir framsögu pallborðsins tóku til máls:
Rósa Björk Brynjólfsdóttir fyrir hönd VG
Þorsteinn Víglundsson fyrir hönd Viðreisnar
Ágúst Ólafur Ágústsson fyrir hönd Samfylkingarinnar
Jón Þór Ólafsson fyrir hönd Pírata

Bryndís Haraldsdóttir fyrir hönd Sjálfstæðisflokks

Fundarstjóri var Vigdís Fríða, félagsfræðingur og meðstjórnandi í Samtökum grænkera.