Return to site

Ný stjórn SGÍ 2019-2020

Aðalfundur SGÍ var haldinn 30. sept. 2019 og ný stjórn kosin

Aðalfundur Samtaka grænkera á Íslandi var haldinn í Kvennaheimilinu Hallveigarstöðum, mánudaginn 30 september klukkan 20:00

Á dagskrá var:
1. Kosning fundarritara og fundarstjóra
2. Skýrsla stjórnar lögð fram
3. Reikningar lagðir fram til samþykktar
4. Kosning á viðurkenningum á vegum samtakanna
5. Ákvörðun félagsgjalds

6. Kosning stjórnar
7. Önnur mál

Kosning fór svo að í stjórn sitja nú:

Formaður: Benjamín Sigurgeirsson 2018-2020

Varaformaður: Valgerður Árnadóttir 2019-2021

Ritari: Ragnheiður Axel 2019-2021

Gjaldkeri: Vigdís Andersen 2018-2020

Meðstjórnendur:

Lowana Veal 2018-2020

Vigdís Fríða 2019-2021

Grétar Guðmundsson 2019-2020

Elísa Snæbjörnsdóttir 2019-2021

Gerður Ólafsdóttir 2019-2021

Aldís Björg Ólafsdóttir 2019-2020

 

Ný stjórn hittist svo aftur 24 október þar sem þessi fína mynd var tekin. Á döfinni er að skipuleggja Veganúar 2020 og gekk vel að setja niður dagskrá og skipta með sér verkum í svo öflugum hóp. Framtíðin er björt fyrir grænkera á Íslandi.

(Því miður vantar Gerði Ólafsdóttur á mynd)

Við þökkum fráfarandi meðlimum, ritara Tinnu Björgu Hilmarsdóttur og varaformanni Birki Steini Erlingssyni kærlega fyrir samstarfið og bendum áhugasömum á að fylgjast með Birki og Ragnari Frey hirðhönnuði SGÍ á podcasti þeirra Góð ráð dýr 

Valgerður, Aldís, Vigdís, Elísa, Grétar, Benjamín, Lowana, Vigdís Fríða, Ragnheiður, Brandur kisi