Return to site

Aðalfundur 2019

broken image

Nú getur þú látið gott af þér leiða!
Brennur þú fyrir málefninu, réttindum dýra, grænkeralífsstíl, aukna áherslu á fjölbreytt matarræði og fræðslu?

Aðalfundur Samtaka grænkera á Íslandi verður haldinn í Kvennaheimilinu Hallveigarstöðum, Túngötu 14, neðri hæð, mánudaginn 30 september klukkan 20:00

Dagskrá:
1. Skýrsla stjórnar félagsins um starfsemi þess síðastliðið starfsár
2. Staðfesting á fjármálum samtakanna
3. Kosning um viðurkenningar á vegum samtakanna
4. Kosning stjórnar félagsins
5. Önnur mál

Óskað er eftir framboðum í eftirfarandi embætti:
Varaformaður til 2 ára, Ritari til 2 ára og meðstjórnandi 2ára.

Óskað er eftir tilnefningum um hvert hvatningarverðlaun samtakanna fara í ár – kosið verður úr tillögum á fundinum og verðlaunin afhent formlega skömmu síðar – Hægt er að senda inn tillögur á samtökin hér á facebook eða í tölvupóst á [email protected]

Aðeins löggildir félagsmenn mega sitja fundinn og kjósa um málefni og bjóða fram krafta sína. Því þarf að greiða félagsgjald fyrir 2019.

Öll áhugasöm eru hvött til að skrá sig í félagið með því að skrá sig hér: https://goo.gl/forms/tALBnC3ogy9gxwDK2.