Return to site

Stöðvið hvalveiðar núna!

Við krefjumst þess að stjórnvöld stöðvi fyrirætlanir Hvals hf. um að hefja veiðar miðvikudaginn 21. júní í ljósi álits fagráðs um dýravelferð.

Við krefjumst þess að stjórnvöld stöðvi fyrirætlanir Hvals hf. um að hefja veiðar miðvikudaginn 21. júní í ljósi álits fagráðs um dýravelferð.

Úr áliti:

„Að mati ráðsins voru miklir ágallar á veiðum á stórhvelum við Ísland sumarið 2022. Ráðið sá ekkert í eftirlitsskýrslu MAST og gögnum sem henni fylgdu sem bendir til þess að eitthvað sérstakt við aðstæður þessarar vertíðar hafi valdið þeim. Því má ætla að veiðar þess árs skeri sig ekki frá öðrum veiðitímabilum.

Af fyrirliggjandi gögnum að dæma og því sem fram kom í samtali við sérfræðinga telur ráðið að við veiðar á stórhvelum sé ekki hægt að uppfylla þau skilyrði sem nauðsynleg eru til að tryggja velferð dýra við aflífun.

Niðurstaða ráðsins er að sú veiðiaðferð sem beitt er við veiðar á stórhvelum samræmist ekki ákvæðum laga nr. 55/2013 um velferð dýra.”

Fagráð er skipað af matvælaráðherra til þriggja ára í senn og hlutverk þess er meðal annars að vera Matvælastofnun til ráðuneytis um stefnumótun og einstök álitaefni er varða málefni á sviði velferðar dýra.

Matvælastofnun kallaði eftir þessu áliti til að ákvarða hvort veiðiaðferðir þær sem Hvalur hf. stundar séu lögbrot og nú er það skýrt að svo sé.

Næsta skref ætti því réttilega að vera að afturkalla veiðileyfi Hvals hf. á þeim forsendum.

Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra sagði í viðtali við Mbl 23.5.23 að MAST hafi beint þeim spurn­ing­um til fagráðs um dýra­vel­vel­ferð hvort það sé hægt að stunda hval­veiðar á stór­hvel­um þannig að mark­mið laga um dýra­vel­ferð séu upp­fyllt. „Að dýr séu laus við þján­ingu í ljósi þess að þau séu skyni gædd­ar ver­ur.“ Þetta brýndi hún svo í ræðu á Alþingi þann 5. júní ´23 og ýjaði sterklega að því að þegar álit fagráðs lægi fyrir þá myndi hún taka ábyrgð og fylgja þeim.

Úr ræðu:

„Það sem ég legg áherslu á í þessum efnum, eins og raunar í öllum mínum embættisfærslum, eru vönduð vinnubrögð. Það skiptir mjög miklu máli að hafa traustan og öruggan grunn fyrir því sem gert er og ekki síst úr sæti ráðherra á öllum tímum og í öllum málaflokkum. Nú er það svo að Matvælastofnun hefur vísað skýrslunni til fagráðs um dýravelferð með þá spurningu hvort það sé yfir höfuð hægt með núverandi tækni að gæta að dýravelferð og þeim meginreglum sem er að finna í þeirri löggjöf við dráp á hvölum.”.. „Ég legg áherslu á vandaða vinnu og ég held að við hljótum að vera öll sammála um það, hvort sem er í þessu máli eða öðru, að þá kröfu eigum við að gera til framkvæmdarvaldsins.”

Við krefjumst þess að Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra og Matvælastofnun sinni sínu hlutverki og stöðvi ólögmætar veiðar Hvals hf. Við krefjumst þess að veiðileyfi Hvals hf. verði afturkallað þar sem það brýtur í bága við lög um dýravelferð og getur því varðað fangelsi allt að tveim árum.

Stjórn Samtaka grænkera á Íslandi

 

Við munum mótmæla við skip Hvals ehf í Reykjavíkurhöfn í dag mánudag 19/6 kl. 17:00!

Ef þú kemst ekki á mótmælin en vilt leggja málstaðnum lið getur þú skirfað undir hér:

www.stoppumhvalveidar.is