Return to site

Aðalfundur 22. sept.

Það er komið að árlegum aðalfundi Samtaka grænkera á Íslandi.

Fundurinn verður á Hallveigarstöðum, Túngötu 4, fimmtudaginn 22. september kl. 20:00

(húsið opnar kl. 19:30 og fundur hefst stundvíslega kl. 20:00).

Vilt þú láta gott af þér leiða fyrir dýrin og málstaðinn?

Nú er tækifærið til að láta gott af sér leiða!  

Kosið verður í þrjár stöður í stjórn.

Við hvetjum áhugasöm til þess að bjóða sig fram.

Framboð skulu berast í gegnum eftirfarandi form: https://forms.gle/3FvHy82vTeNpTwj18 

Framboðfrestur er til og með föstudegi 16. september.

Samtökin standa að virkri hagsmunagæslu og veita stjórnvöldum, stofnunum og fyrirtækjum aðhald í málefnum er snerta velferð dýra, loftslagsmál og lýðheilsu.

Auk þess standa samtökin fyrir fjölbreyttum viðburðum og er Veganúar þar stærstur.

Við óskum bæði eftir öflugum liðsauka í stjórn og í hóp sjálfboðaliða, með ykkar liðsauka getum við gert enn fleira!

Dagskrá á aðalfundi:

1. Kosning fundarstjóra og fundarritara

2. Skýrsla stjórnar lögð fram

3. Reikningar lagðir fram til samþykktar

4. Lagabreytingar

5. Ákvörðun félagsgjalds

6. Kosning stjórnar

7. Önnur mál

Minnum félagsmenn á að greiða félagsgjöld fyrir fundinn.

Aðeins skráðir félagsmenn hafa atkvæðisrétt á aðalfundi.

Hlökkum til að sjá sem flest!