Return to site

Jólahlaðborð- Áskorun

Jólin eru tími samveru og gleðistunda. Vinnustaðir eru duglegir að bjóða starfsfólki á jólahlaðborð sem er alla jafna ánægjuleg stund fyrir samstarfsfélaga að njóta dýrindis matar saman.

Með aukinni vitund um áhrif dýraafurða á umhverfi, heilsu og á aðstæður dýra hefur grænkerum og grænmetisætum fjölgað verulega í samfélaginu. Glæsilegt úrval rétta á jólahlaðborði endurspeglar þó sjaldan þá fjölbreytni fólks sem eru á vinnustöðum í dag. Það eru fjölmargir kostir við að bjóða upp á fjölbreytta veganrétti á öllum veisluborðum. Vegan matur er bragðgóður, hollur, umhverfisvænn og mannúðlegur. Með því að auka við grænkerakosti á hlaðborðið er ekki bara verið að mæta grænkerum heldur einnig þeim sem eru með mjólkuróþol eða neyta ekki dýraafurða af trúarlegum ástæðum.

Við viljum hvetja vinnustaði, veisluþjónustur og veitingastaði til að huga að því að grænkeravalkostir séu nægir. Auðvelt er að búa svo um að flest meðlæti sé vegan með því að skipta út smjöri fyrir smjörlíki eða olíu, nota vegan majónes, hafa ostinn til hliðar, nota jurtarjóma í sósum og sleppa eggjum og mjólk í einhverjum kökum og búðingum. Þessi einföldu skref hjálpa fólki sem ekki borða dýraafurðir að upplifa sig velkomið og fá að njóta jólahlaðborðsins jafn mikið og aðrir samstarfsfélagar. Það þarf ekki svo mikið til að flestir réttir á jólahlaðborði séu vegan og internetið hefur sannarlega gert öllum kokkum auðvelt fyrir að finna uppskriftir að vegan réttum.

Það er mjög leiðigjarnt að mæta á hlaðborð og fá að vita að einn forréttur, einn aðalréttur og einn eftirréttur sé í boði fyrir mann þegar aðrir hafa um heilt hlaðborð kræsinga að velja.

Gleðilega hátið ljóss og friðar til allra,

Samtök grænkera á Íslandi.

 

Hér má finna hugmyndir að vegan jólaréttum og staðgenglum fyrir dýraafurðir:

Vegan Jólauppskriftir https://www.graenkeri.is/jolamatur

Opin facebook grúppa: Vegan jól- uppskriftir og ráð

Skjal með vegan staðgenglum: Vegan matur basics

Matarbloggarar með vegan jólamat: